Skilmálar og afhendingar

Greiðslumöguleikar:

Við bjóðum upp á að greiða fyrir vörur sem keyptar eru á vefnum okkar með greiðslukorti (Mastercard/Visa) í gegnum örugga greiðslusíðu Teya. Sé óskað eftir að greiða vöru með millifærslu þarf að hafa samband við okkur á rafshock@rafshock.is.

Afgreiðsla pantana:

Pantanir eru teknar saman á 1-2 dögum eftir að greiðsla berst. Kaupandi fær þá staðfestingu í tölvupósti. Ef ske kynni að varan sé ekki til verður haft samband við kaupanda og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar, eða endurgreitt sé þess frekar óskað. Pantanir eru sendar með Dropp og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar þeirra um afhendingu vörunnar. Kostnaður við hverja sendingu er tilgreindur við pöntun.

Afhending vöru:

Pöntunum er dreift af Dropp og sendingarkostnaður er reiknaður út frá þeirra gjaldskrá. Afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar gilda samkvæmt skilmálum Dropp. Við berum ekki ábyrgð á því tjóni sem kann að verða í flutningi.

Ef vara er sótt í vöruhús er hægt að koma á milli 17-18:30 alla virka daga. Vinsamlegast látið vita um áætlaða dagsetningu og tíma. Ef þessi tími hentar ekki endilega hafið samband við okkur á rafshock@rafshock.is eða á facebook spjallinu Hér

Heimsendingar á rafhjólum innan höfuðborgarsvæðisins fer fram eftir 17:00 á virkum dögum nema samið sé um annað. Tímasetning heimsendingar er samningsatriði RafShock og viðskiptavinar.

Skilafrestur og endurgreiðsla:

Kaupandi hefur 14 daga til að skila vöru, með því skilyrði að varan sé ónotuð, í óuppteknum og upprunalegum umbúðum. Ef búið er að rjúfa innsigli á pakkningu er ekki hægt að skila vöru. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja ef vöru er skilað/skipt og mun RafShock endurgreiða ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt. Kaupandi greiðir sjálfur flutningskostnað fyrir vöru sem er skilað/skipt, nema ef um gallaða vöru sé að ræða. Í þeim tilfellum verður sendingarkostnaður endurgreiddur. Hægt er að hafa samband við rafshock@rafshock.is

Verð:

Öll verð á vefversluninni og reikningar sem gefnir eru út eru með 24% virðisaukaskatti. Athugið að verð á netinu geta breyst án fyrirvara. Verð, myndir og vörulýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. 

Trúnaður:

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem eru gefnar upp við viðskiptin. Þessar upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila við neinar kringumstæður, nema svo beri skylda gangvart lögum. 

Ábyrgð:

Við bjóðum upp á 24 mánaða takmarkaða ábyrgð á öllum okkar rafmagnsvörum, gildir frá kaupdegi. Þessi ábyrgð nær til galla í efni og framleiðslu við eðlilega notkun á ábyrgðartímanum.

Á ábyrgðartímanum munum við, án kostnaðar, gera við eða skipta um vörur eða hluta af vöru sem reynist gallað vegna gallaðs efnis eða framleiðslu við eðlilega notkun og viðhald. Ábyrgðin gildir fyrir upprunalegan kaupanda og er ekki framseljanleg.
Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits tækis eða notkunar á rekstrarvörum. Til að mynda er rafhlaða tækja rekstrarvara og getur þurft að endurnýja fyrir lok vélbúnaðar ábyrgðar. Rafshock veitir þó að lágmarki 6 mánaða ábyrgð óháð notkun á rafhlöðum (sýna þarf fram á að um galla sé að ræða sé varan eldri en 6 mánaða en ekki t.d eðlilegt slit.

Þessi ábyrgð nær ekki til:

  • Skemmda sem stafa af rangri notkun, vanrækslu, slysum eða náttúruhamförum.
  • Breytinga eða viðgerða sem framkvæmdar eru af óviðkomandi aðilum.
  • Eðlilegs slits, svo sem rispa, beyglur eða litafölnunar með tímanum.
  • Skemmda vegna útsetningar fyrir óeðlilegum umhverfisskilyrðum.

Til að hefja kröfu um ábyrgð þarf viðskiptavinur að:

Útskýra vandamálið og, ef óskað er, senda myndir eða önnur gögn um galla. Við gætum óskað eftir því að varan verði send til okkar til frekari skoðunar eða viðgerðar. Viðskiptavinur ber ábyrgð á sendingarkostnaði vegna endursendinga nema um annað sé samið.

Leggja fram sönnun fyrir kaupum (kvittun eða reikning).

Hafa samband við okkur  rafshock@rafshock.is.

Öll verð á vefversluninni og reikningar sem gefnir eru út eru með 24% virðisaukaskatti. Athugið að verð á netinu geta breyst án fyrirvara. Verð, myndir og vörulýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. 

Ertu með ábendingu eða fyrirspurn? Hafðu samband við okkur á rafshock@rafshock.is.

Karfa
Fáðu tilkynningu Þann 1. Maí Skráðu netfangið þitt hér og við minnum þig á þegar að hjólin eru kominn í hús
Scroll to Top