Skilmálar verkstæðis
Almennt:
Við gefum okkur 7-14 daga í viðgerðartíma en í flestum tilfellum er viðgerðartíminn styttri. Yfir hátíðar og sumur
getur tíminn orðið ögn lengri.
Að viðgerð lokinni verður sendur tölvupóstur/sms á viðskiptavin
Hafið samband ef óskað er eftir tíma á verkstæði Hér!
Ábyrgð:
Við bjóðum upp á 24 mánaða takmarkaða ábyrgð á öllum okkar rafmagnsvörum, gildir frá kaupdegi. Þessi ábyrgð nær til galla í efni og framleiðslu við eðlilega notkun á ábyrgðartímanum.
Á ábyrgðartímanum munum við, án kostnaðar, gera við eða skipta um vörur eða hluta af vöru sem reynist gallað vegna gallaðs efnis eða framleiðslu við eðlilega notkun og viðhald. Ábyrgðin gildir fyrir upprunalegan kaupanda og er ekki framseljanleg.
Þessi ábyrgð nær ekki til:
- Skemmda sem stafa af rangri notkun, vanrækslu, slysum eða náttúruhamförum.
- Breytinga eða viðgerða sem framkvæmdar eru af óviðkomandi aðilum.
- Eðlilegs slits, svo sem rispa, beyglur eða litafölnunar með tímanum.
- Skemmda vegna útsetningar fyrir óeðlilegum umhverfisskilyrðum.
- Tapaðs efnis, upplýsinga eða gagna sem geymd eru á vörunni.
Til að hefja kröfu um ábyrgð þarf viðskiptavinur að:
Útskýra vandamálið og, ef óskað er, senda myndir eða önnur gögn um galla. Við gætum óskað eftir því að varan verði send til okkar til frekari skoðunar eða viðgerðar. Viðskiptavinur ber ábyrgð á sendingarkostnaði vegna endursendinga nema um annað sé samið.
Leggja fram sönnun fyrir kaupum (kvittun eða reikning).
Verkstæðisgjöld má nálgast hér: Verðskrá verkstæði